Súru gúrkurnar okkar hafa gjörsamlega slegið í gegn. Notum ferskasta hráefni fáanlegt hverju sinni, alltaf okkar eigin framleiðslu þegar hún er í gangi. Súrar gúrkur má borða með t.d fiski eða kjöti í raspi, ofaná rúgbrauð (t.d rúgbrauð með kæfu og súrum gúrkum eða rúgbrauð með roast beef, remúlaði og súrum gúrkum) eða bara beint úr dollunni.

Súrar gúrkur getur þú fengið heimsendar á Hvammstanga og Laugarbakka, annars er hægt að sækja í Skrúðvang á Laugarbakka eftir nánara samkomulagi.