Áskriftarpakkinn frá Skrúðvangi er afhentur einusinni í viku frá og með 1. júní 2020. Hægt er að velja á milli tveggja stærða en í pökkunum verður matvara sem framleidd er í Skrúðvangi á Laugarbakka, meirihlutinn grænmeti.

Innihaldið stjórnast af því hvað er í uppskeru hverju sinni, má því búast við t.d jarðarberjum, salati, kryddjurtum, agúrku og spínati svo eitthvað sé nefnt framan af og svo bætast við cherry tómatar, tómatar, rótargrænmeti, kál, laukur, paprikur og fl. í þeim dúr þegar líða tekur á sumar.

Innihald áskriftarpakkans er á 10 – 15% aflsætti (m.v útsöluverð í Skrúðvangi) og keyptur er mánuður í senn.

Afhending fer fram á mánudögum. Íbúar Hvammstanga og Laugarbakka geta óskað eftir heimkeyrslu (veljið póstnúmer 530, líka fyrir Laugarbakka, og heimkeyrslu í greiðsluferlinu), en annars má nálgast pakkann í Skrúðvangi á Laugarbakka. Nákvæmt afhendingarfyrirkomulag verður auglýst síðar.

Greiðslufyrirkomulag er þannig að þú pantar hér á vefnum og færð svo greiðsluseðil í heimabankann þinn sem hefur eindaga þann 20. maí. Þar sem takmarkað magn er í boði, verður plássið gefið laust ef ekki hefur verið gengið frá greiðslu þá.

Minni pakkinn kostar 3900kr hvert skipti og stærri pakkinn kostar 5900kr hvert skipti. Í júní eru 5 mánudagar og er því heildarverðið fyrir 5 afhendingar af minni pakkanum 19.500kr (5 x 3900kr) og heildarverð fyrir 5 afhendingar af stærri pakkanum 29.500kr (5 x 5900kr).

Áskriftarpakkar fyrir júlí verða settir í sölu í endann maí eða byrjun júní 2020.