Áskriftarpakkinn frá Skrúðvangi er afhentur á þriðjudögum frá og með 4. ágúst 2020 til og með 1. september 2020. Hægt er að velja á milli tveggja stærða en í pökkunum er íslenskt grænmeti og önnur matvara framleidd í Skrúðvangi.

Innihaldið stjórnast af því hvað er í uppskeru hverju sinni, má því búast við t.d jarðarberjum, salati, kryddjurtum, agúrku og spínati svo eitthvað sé nefnt framan af og svo bætast við cherry tómatar, tómatar, laukur, paprikur og fl. í þeim dúr þegar líða tekur á sumar.

Innihald áskriftarpakkans er á 10 – 15% aflsætti (m.v útsöluverð í Skrúðvangi) og keyptur er mánuður í senn.

Afhending fer fram á þriðjudögum. Íbúar Hvammstanga og Laugarbakka geta óskað eftir heimkeyrslu (veljið póstnúmer 530, líka fyrir Laugarbakka, og heimkeyrslu í greiðsluferlinu), en annars má nálgast pakkann í Skrúðvangi á Laugarbakka á þriðjudögum milli 13 og 17. Íbúar á Skagaströnd geta einnig valið heimsendingu.

Greiðslufyrirkomulag er þannig að þú pantar hér á vefnum og færð svo greiðsluseðil í heimabankann þinn.

Minni pakkinn kostar 3900kr hvert skipti og stærri pakkinn kostar 5900kr hvert skipti. 

FERÐALANGAR

Til þess að koma til móts við þá sem fara að heiman í ágúst er hægt að velja frá eina vikuna eða velja að einhver annar fái hana afhenta. Þetta er eitthvað sem þarf að koma fram við pöntun og ekki hægt að breyta eða velja frá síðar á tímabilinu (má tilkynna að annar eigi að fá seinna). Takið fram í greiðsluferlinu hvaða vika valin er frá eða hver á að fá afhent í staðinn. Ef vika er valin frá kemur rétt verð fram á greiðsluseðlinum í heimabanka.