Grasker er kannski ekki þekktasta grænmetið á borðum íslendinga en grasker eru afbragð að nota í yndælar haustsúpur, baka niðurskorið í ofni eða grilla með kjötinu. Það er líka hægt að baka þau í heilu lagi, setja jafnvel fyllingu inní. Þessi grasker eru lítil, ekkert í líkingu við halloween graskerin, þau eru sirka eins og stór handbolti að stærð og í kringum 3 til 4 kg.

Graskerin seljast í stykkjatali.

Graskerið getur þú fengið heimsent á Hvammstanga og Laugarbakka, annars er hægt að sækja í Skrúðvang á Laugarbakka.