Sjóðandi eldheitur eldpipar ræktaður í Skrúðvangi! Þessi er af tegundinni Habanero sem er afar heitur og því heppilegur í heita rétti, thai mat t.d,  í heitar sósur og til að þurrka og búa til krydd úr.

Eldheiti eldpiparinn selst í stykkjatali.

Eldpiparinn getur þú fengið heimsendan á Hvammstanga og Laugarbakka, annars er hægt að sækja í Skrúðvang á Laugarbakka.