Skilmálar

Upplýsingar
Þessi vefur er í eigu Vatnsnes mengi og stök ehf. Í gegnum þessa skilmála munu orðin “við” og “okkar” eiga við um fyrirtækið.

Þessi vefur og allt sem á honum er, er í boði okkar fyrir þig, notanda vefsins og er skilyrt af þessum skilmálum.

Með því að heimsækja þessa síðu og/eða kaupa eitthvað af okkur, hefur þú sjálfkrafa samþykkt þessa skilmála og þá skilmála sem kunna að vera hlekkjaðir þá. Þessir skilmálar eiga við alla notendur síðunnar.

Vinsamlega lestu þessa skilmála vel. Skilmálarnir kunna að verða uppfærðir á hverjum gefnum tímapunkti. Ef þú ert ekki sammála skilmálunum getum við ekki með góðu móti samþykkt að þú notir síðuna eða þá þjónustu sem við bjóðum uppá í gegnum hana.

Skrifstofa:
Vatnsnes mengi og stök ehf
Hvammstangabraut 7
530 Hvammstangi
Ísland

Netfang: ber@skrudvangur.is
Sími: 655 9052
Vsk. nr.: 128902
Kt: 680717 0870

Um notkun vefsins
Þér er velkomið að vafra um, kaupa vörur og almennt nota vefinn og það sem hann býður uppá.

Þér er ekki velkomið að nota neitt af þeim texta, myndum, grafík, vörum sem finnst á vefnum með ólöglegum eða ósamþykktum hætti. Þetta á einnig við um höfundaréttarvarið efni. Þú hefur ekki leyfi, undir neinum kringumstæðum, til þess að dreifa á þessum vef eða í gegnum þennan vef né neinu af þeim net- eða vefföngum sem kunna að tengjast þessum vef, vírusum, tölvuormum eða öðru sem telst vera eyðileggingartól.

Öryggis- og persónuskilmálar
Þær persónuupplýsingar sem við móttökum þegar viðskiptavinur framkvæmir kaup á þessari vefsíðu, er farið með sem trúnaðarupplýsingar og einungis nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Ef þú, sem viðskiptavinur okkar, vilt að upplýsingum um þig verði eytt úr gagnagrunni okkar, gerum við það með glöðu, sendu beiðni um þetta á ber@skrudvangur.is.

Kortaupplýsingar eru dulkóðaðar og allar greiðslur fara í gegnum öruggar greiðslugáttir.

Greiðslumáti
Þú getur greitt með korti, millifærslu eða fengið reikning sendan í heimabanka.

Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt.

Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni og sendingargjald mun bætast við þegar við á, áður en þú samþykkir kaup og greiðslu.

Sendingarmáti
Greiddar vörur eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru. Skv. þeim skilmálaum berum við ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur til viðtakanda er tjónið á ábyrgð kaupanda. Við stefnum ávalt á að pöntun frá þér sé komin á réttum tíma en um leið getum við ekki ábyrgst tafir eða aðrar uppákomur hjá Íslandspósti, sem verða til þess að pöntun berst seinna en upp var gefið af okkur.

Varðandi vörur sem ekki er hægt að senda með pósti, þá er afhending í Skrúðvangi á Laugarbakka eða eftir nánara samkomulagi.

Um niðurhlaðanlegar vörur:

Niðurhlaðanlegar vörur eru sendar til kaupanda með tölvupósti og ættu að berast um leið og greiðsla er samþykkt.

Skattar og tollar
Verð á þessum vef eru birt með virðisaukaskatti fyrir kaupendur á Íslandi, annars án vsk. Þú gætir þurft að greiða skatta og/eða tolla af pöntun þinni ef þú býrð í öðru landi en á Íslandi. Ekki er greiddur virðisaukaskattur af vörum sem sendar eru úr landi.

Skila og/eða skipta
Þér er velkomið að skila eða skipta vöru sem þegar er greidd.

Vörur sem ekki er hægt að skila eða skipta:

Niðurhlaðanlegar vörur
Vörur í formi pdf
Útsöluvörur
Gjafakort
Plöntur

Skila vöru:

Þú þarft að skila vörunni í upprunalegum umbúðum innan 14 daga frá móttöku til þess að fá hana endurgreidda. Vara í rofnum umbúðum eða vara sem við metum óseljanlega af einhverjum ástæðum fæst ekki endurgreidd.

Sendingarkostnaði varðandi vöru sem skilað er, er mætt af kaupanda nema ef um alvarlegan framleiðslugalla er að ræða, þá greiðist sendingargjald af okkur.

Skipta vöru:

Ef þú vilt skipta vöru er það einnig velkomið, sé það gert innan 14 daga frá móttöku og að vöru sé skilað í upprunalegum umbúðum. Sendingarkostnaði varðandi vöru sem á að skipta er mætt af kaupanda nema það hafi komið upp að þú hafir fengið aðra vöru en þú greiddir fyrir, þá greiðist sendingargjald af okkur.

Vara í rofnum umbúðum eða vara sem við metum óseljanlega af einhverjum ástæðum fæst ekki skipt og er send til baka til kaupanda, á hans kostnað, nema kaupandi afsali sér vörunni.

Hvert á að senda vöru sem á að skila/skipta

Vörum sem á að skila/skipta þarf að koma á þetta heimilisfang:

Hvammstangabraut 7
Skrúðvangur / co. Kristín Gudmunds
530 Hvammstangi
Ísland

Almennt er opið í Skrúðvangi yfir sumartímann. Opnunartíminn þar er auglýstur sérstaklega á þessum vef, Facebook/Instagram og á skrudvangur.is.

Við berum ekki ábyrgð á vörum sem skilað er eða skipt á meðan þær eru í póstferlinu.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur vefverslunar Vatnsnes Yarn ehf, á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.