Skrúðvangur

Skrúðvangur er gróðurhús á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Skrúðvangur var reistur árið 1986, tvö gróðurhús tengd með millibyggingu. Nokkrir stórhuga aðilar hafa átt Skrúðvang í gegnum tíðina en haustið 2018 keyptu Þorvaldur Björnsson og Kristín Guðmundsdóttir gróðurhúsin.

Þar sem Skrúðvangur hefur ekki verið í fullri notkun síðustu ár þarf að gera hann upp að töluverðu leiti. Annað gróðurhúsanna hafði ekki verið í notkun í rétt rúmlega áratug en ásamt því að koma ræktun afstað, vinnum við að því að gera Skrúðvang upp.