Grænmetiskassar í áskrift, skráning

Í vor/sumar (2020) verður hægt að fá grænmetiskassa í áskrift. Þetta er tilboð til þeirra sem búa í Húnaþingi vestra og verður boðið uppá 2 til 3 stærðir af grænmetiskassa sem hægt er að fá afhentan einusinni í viku eða aðrahvora viku.

Innihald hvers kassa er lífrænt ræktað í heimabyggð, s.s í Skrúðvangi en gera má ráð fyrir að í kassanum verði stundum að finna jarðarber og mögulega af og til litskrúðug egg frá frjálsu Skrúðvangshænunum.

Verð verður á sanngjörnum nótum.

Skráningin á póstlistann er hugsuð sem könnun um hvort það er hljómgrunnur fyrir þessari þjónustu. Það koma svo upplýsingar á uppgefið netfang þegar eiginleg skráning fyrir kassa fer fram.

Með von um góðar viðtökur!

Fylltu út formið til þess að skrá þig á póstlistann
* indicates required