Plöntur

RÆKTAÐU ÞÍNA EIGIN

Það er eiginlega ekkert meira gefandi að rækta sitt eigið grænmeti. Það er gaman að fylgjast með tómötum vaxa og enn betra að gæða sér á þeim beint af plöntunni.

TÓMATAR HEIMA HJÁ ÞÉR

Annarsvegar er í boði tómatplanta sem framleiðir “venjulega” rauða tómata og hinsvegar planta sem framleiðir litla rauða tómata. Plönturnar verða afhentar uppúr miðjum apríl, sendum um allt land!

SKOÐA

Týnda eldhúsið

MATUR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI

Veisluþjónustan Týnda eldhúsið tekur að sér að laga veislumat fyrir allar gerðir af samkomum. Hvort það eru stærri veislur eins og brúðkaup, fermingar eða afmæli, samkomur eins og erfidrykkjur, fundir eða móttökur eða hittingar í heimahúsum eða minni fundir á vinnustaðnum. Týnda eldhúsið framleiðir einnig vörur úr því sem ræktað er í Skrúðvangi á Laugarbakka.

Vörur úr fersku hráefni

BRAGÐLAUKAVEISLA

Vöruúrvalið hjá Týnda eldhúsinu fer ört stækkandi. Framleiddur hefur verið hummus, pestó, súrar gúrkur, chili-sulta, jarðarberjasulta og jarðarberjasýróp við góðar undirtektir.

BESTA HRÁEFNIÐ – EKKERT KOLEFNISSPOR

“Við framleiðum í litlu upplagi úr ferskasta hráefninu sem fáanlegt er hverju sinni. Notum eins mikið og hægt er úr Skrúðvangi, svo hráefnið er mjög oft bæði lífvænt og kolefnissporið ekkert. ”

Veisluþjónusta

VEISLUR, fundir & hittingar

Þú getur beðið okkur hjá Týnda eldhúsinu að reiða fram veislumat fyrir allar gerðir af veislum og samkomum. Hvort það eru stærri veislur eins og brúðkaup, ferming eða afmæli, samkomur eins og erfidrykkja, fundir og móttökur eða vina-hittingar í heimahúsum eða fyrir fundi á vinnustaðnum.

Sagan & Fréttir

Uppbygging Skrúðvangs og fréttir

Staðsetning

Skrúðvangur er venjulega opinn yfir sumartímann. Renndu við !

Skrúðvangur, Laugarbakka

Hringdu

655 9052

Opið frá 1. júní til enda ágúst ár hvert og svo eftir samkomulagi í annan tíma
Skoða á korti
Við erum á Instagram

vertu með !

Fylgjumst